Foreldrar

Mikil áhersla er á gott samstarf heimilis og skóla og markmið okkar að vinna saman að námi og vellíðan barna í samfélaginu.

Viku- og heimavinnuáætlanir

Lestur á alltaf að vera hluti af heimanámi barna, sérstaklega er þetta mikilvægt meðan þau eru að ná tökum á lestrinum. Gert er ráð fyrir að allir nemendur lesi heima daglega.

Eldri nemendur hafa vikuáætlanir þar sem foreldrar geta fylgst með námsframvindu barna sinna.  Ef ekki næst að ljúka vikuáætlun í skólanum verður áætlunin hluti að heimanámi.

Foreldrafélagið Velvakandi

Fleiri nemendur en áður mæta í skólann of seint, þreyttir og óúthvíldir. Sérstaklega ber að athuga stöðuna hjá þeim nemendum sem hafa sjónvarp og / eða tölvu í herbergum sínum. Foreldrar vita oft ekki af því að krakkarnir eru vakandi löngu eftir að foreldrar fara að sofa.