Hlutverk skólans

Við vinnum að því í samstarfi við heimilin að búa nemendur undir líf og starf, að hjálpa þeim að finna og nýta hæfileika sína og stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Kennsluáætlanir

Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar í skólanum. Kröfur um ástundun og árangur eru jafnmiklar og í öðrum greinum.

Símareglur

Myndataka er óheimil í skólanum nema með sérstöku leyfi. Síminn á aldrei að trufla kennslustund.

Starfsfólk

Markmið starfsmannastefnunnar er að sjá til þess að skólinn sé aðlaðandi vinnustaður þar sem þróast fagþekking, verkkunnátta og mikill vilji til þess að þjónusta nemendur og foreldra.

Nánar um okkur

Fréttir og tilkynningar

Eftir Gunnur Árnadóttir 4. febrúar 2025
Foreldrafélagið Velvakandi færðu nemendum nokkur spil að gjöf í byrjun desembermánaðar. Þeim var sannarlega vel tekið og mikið spilað á aðventunni. Við þökkum kærlega fyrir þessa gjöf.
16. maí 2024
Nú liggur fyrir mat á starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar fyrir veturinn í vetur. Skýrsla um innra mat hefur einnig verið gerð. Á hverju hausti er gerð starfsáætlun í grunnskólum sem lýsir því hvernig fyrirhugað er að starfsemin fari fram. Til þess að tryggja stöðugar umbætur á gerð starfsáætlunar er mikilvægt að meta að vori hvernig gengið hefur. Nú þegar ráðinn hefur verið nýr skólastjóri við skólann fannst okkur í skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar mikilvægt að vanda sérstaklega matið til þess að auðvelda nýju starfsfólki að átta sig á starfseminni. Starfsáætlunin er birt á heimasíðu skólans og má finna hér. Ítarleg innra mats skýrsla var jafnframt unnin og skólastjórnin lagði mat á öll þau viðmið um gæðastarf sem gilda í Norðurþingi. Markmiðið er sem áður að reyna að auðvelda nýju starfsfólki, skólaráði, foreldraráði, foreldrum og nemendum að skipuleggja helstu umbætur sem mikilvægast er að ráðast í. Eins og sjá má eru nú þegar búið að gera tillögu að brýnustu úrbótunum, tímasetja, skrá viðmið um árangur og ábyrgðaraðila. Skóladagatal næsta vetrar er tilbúið og er að finna hér Það er von okkar að skólastarfið á Raufarhöfn verði farsælt og við þökkum fyrir traustið sem okkur var sýnt í vetur. Skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar Gunnþór, Kristrún, Tinna og Arndís
22. febrúar 2024
Nemendur Grunnskóla Raufarhafnar buðu nemendum og starfsfólki Öxarfjarðarskóla í heimsókn þann 21. febrúar 2024 til að efla samvinnu og samstarf á milli skólanna tveggja í Norðurþingi. Báðir skólarnir eru með nemendur frá 1. bekk og upp í 10. bekk og taka allar deildir grunnskólanna þátt í samstarfinu. Fréttabréfið í heild sinni er hér - myndskreytt og skemmtilegt. Kennarar og skólastjórn
5. október 2023
Þriðjudaginn 10. október er opinn fundur í skólaráði Grunnskóla Raufarhafnar. Þá er öllum í skólasamfélaginu frjálst að mæta og taka þátt. Fundurinn hefst kl. 17.00 í skólanum. Lögum samkvæmt er skólaráð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla. Öll velkomin. Dagskrá er sem hér segir: Skipan, hlutverk og starfsreglur skólaráðs Skipulag og áherslur vetrarins Starfsáætlun, skólanámskrá, námsvísir Samstarf Innra mat Önnur mál Frekari upplýsingar og fræðsla um skólaráð má lesa á heimasíðu skólans.
Sjá fleiri fréttir og tilkynningar
  • Farsæld barna

    Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. Hér eru upplýsingar um farsæld barna á Akureyri

  • Tengiliðir barna

    Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar 


    Tengiliðir Brekkuskóla eru:


    Stella Gústafsdóttir, verkefnastjóri,  stella@akmennt.is


    Halla Kristín Tulinius, verkefnastjóri, kennari ÍSAT, hallat@akmennt.is


    Aðalheiður Bragadóttir deildarstjóri,  heidab@akmennt.is 

    Sigríður Magnúsdóttir, deildarstjóri,  siggamagg@akmennt.is 

  • Óveður

    Viðbrögð í grunnskólum þegar tvísýnt er um færð og veður


    1.       Meginreglan er sú að leik- og grunnskólar eru opnir nema lögregla gefi út tilmæli um að fólk sé ekki á ferli. 


    2.      Ef skólahald fellur niður þá sendir skóladeild tilkynningu þess efnis á RÚV og Bylgjuna fyrir kl. 7.00 að morgni.


    3.       Öllum skólum ber að setja tilkynningu á heimasíðu í þeim tilfellum sem tvísýnt er með veður og færð eða þegar skólahald er fellt niður. Einnig skulu skólar senda út póst í Mentor með sömu tilkynningu.


    4.       Við tvísýnar aðstæður sem geta verið breytilegar eftir bæjarhlutum þá er það ávallt foreldra/ forráðamanna að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skóla og fylgi nemendum í 1.-7. bekk inn í skólann.


    Mikilvægt er að láta vita í skólann í netfangið brekkuskoli@akureyri.is ef barnið er heima.


     5.       Ef skólahaldi er ekki aflýst er tryggt að starfsfólk sé til staðar á auglýstum skólatíma í öllum skólum. Börn sem koma í skólann eru ekki send heim áður en skólatíma lýkur.

  • Mötuneyti

    Skólinn leggur áherslu á að nemendur neyti hollrar og næringaríkrar fæðu. Í skólanum er rekið mötuneyti þar sem nemendur geta keypt sér heitan mat í hádeginu og hvetjum við foreldra eindregið til að nýta sér þá þjónustu.


    Skráning í mötuneyti fer fram í Völu skráningarsíðu. https://matur.vala.is/umsokn